
Hinn stóíski Jesús. Heimspekileg stef í persónusköpun samstofna guðspjallanna
Author(s) -
Rúnar M. Þorsteinsson
Publication year - 2020
Publication title -
ritröð guðfræðistofnunar
Language(s) - Danish
Resource type - Journals
ISSN - 2298-8270
DOI - 10.33112/theol.51.4
Subject(s) - pun , physics , theology , art , philosophy , literature
Guðspjöll Nýja testamentisins eru bókmenntaverk, þar sem persónusköpun er beitt í ríkum mæli, m.a. sem sannfæringartæki. Meginviðfangsefni þessarar greinar er persóna Jesú í persónusköpun guðspjallamannanna Markúsar, Matteusar og Lúkasar með hliðsjón af sam-tímalýsingum á fyrirmyndarheimspekingum, einkum í textum stóumanna. Leitast er við að svara eftirfarandi spurningum: Hvað einkenndi hinn stóíska vitring? Hversu „stóískur“ er Jesús í guðspjöllunum og hvað felur það í sér? Er munur á guðspjöllunum að þessu leyti? Til að svara þessum spurningum eru tvö meginstef tekin fyrir, annars vegar sú áhersla meðal heimspekinga, einkum stóumanna, að viðkomandi málstaður eða lífsstefna sé fjölskyldu-tengslum æðri, og hins vegar hin útbreidda ímynd í grísk-rómversku samfélagi af fullkominni sjálfstjórn hins vitra manns. Niðurstaðan bendir til þess að guðspjallamennirnir hafi að mörgu leyti viljað kynna „stóískan Jesú“ fyrir lesendum sínum, í mismiklum mæli þó.