
Sáttmáli tilbeiðsla og samfélag
Author(s) -
Gunnlaugur A. Jónsson
Publication year - 2020
Publication title -
ritröð guðfræðistofnunar
Language(s) - Ngandi
Resource type - Journals
ISSN - 2298-8270
DOI - 10.33112/theol.51.2
Subject(s) - physics , chemistry
Grein þessi er samin í tilefni af því að nú í ár eru liðin 25 ár frá því að dr. Þórir Kr. Þórðarson (1924–1995) prófessor lést. Þórir sat lengur á kennslustóli gamlatestamentisfræða en nokkur annar hefur gert hér á landi, eða í 40 ár. Yfirskrift greinarinnar „Sáttmáli, tilbeiðsla og sam-félag“ er ætlað að lýsa helstu áhersluatriðum í guðfræði Þóris. Hann lagði mikla áherslu á mikilvægi fræðigreinarinnar guðfræði Gamla testamentisins og nauðsyn þess að leitast við að heimfæra hina fornu texta til samtíðar okkar. Í því sambandi er bent á að í samtíð hans var ríkjandi viðhorf á Norðurlöndum að umrædd fræðigrein ætti tæpast rétt á sér og fremur bæri að leggja stund á trúfræði hins forna Ísraels.Í greininni er spurt um afstöðu Þóris til leitarinnar að þungamiðju Gamla testamentisins. Því er svarað að bæði í ræðu og riti hafi sáttmálshugtakið og heimfærsla þess verið yfir, undir og allt um kring. Jafnframt hafi Þórir ætíð lagt áherslu á fjölbreytileikann í hinum fornu hebresku ritningum. Þá var kannað hverjir væru helstu áhrifavaldar í lífi Þóris sem fræðimanns. Því er svarað að hér heima hafi það einkum verið æskulýðsleiðtogarnir sr. Magnús Runólfsson og sr. Friðrik Friðriksson. Erlendis hafi áhrifin verið sterkari frá Banda-ríkjunum en Norðurlöndum en á báðum þessum stöðum stundaði hann framhaldsnám. Þórir tjáði sig raunar oft um hve þátttaka hans í helgihaldi bæði í Danmörku og Svíþjóð hefðu skipt miklu máli fyrir fræðilegan áhuga hans á hinni hebresku guðsþjónustu og sálmum Gamla testamentisins.Albright-skólinn svonefndi er sérstaklega nefndur í greininni í tengslum við áhrifin sem Þórir varð fyrir í Bandaríkjunum og einnig er rætt um leiðbeinanda hans í doktorsnáminu í Chicago, dr. J. Coert Rylaarsdam, en áhrif hans hafa oftast verið vanmetin í fyrri skrifum um guðfræði Þóris. Námsárin í Chicago höfðu tvímælalaust áhrif á þá áherslu Þóris að tengja hin fornu fræði við spurningar og aðstæður í nútímasamfélagi. Þátttaka hans í borgarstjórn Reykjavíkur og uppbygging Félagsmálastofnunar Reykjavíkur voru áþreifanleg merki þess.