
Ég er alveg í öðrum heimi. Kvennaskólinn í Reykjavík, kvennahreyfingin og hinsegin ástir meðal kennslukvenna um aldamótin 1900
Author(s) -
Íris Ellenberger
Publication year - 2021
Publication title -
ritið
Language(s) - Uncategorized
Resource type - Journals
eISSN - 2298-8513
pISSN - 1670-0139
DOI - 10.33112/ritid.21.2.6
Subject(s) - tin , nuclear chemistry , chemistry , materials science , metallurgy
Í greininni er fjallað um hinsegin ástir meðal íslenskra kennslukvenna og í kvennahreyfingunni um aldamótin 1900 á grundvelli bréfa sem kennararnir Ágústa Ágústsdóttir Ólafsson og Ingibjörg Guðbrandsdóttir sendu Ingibjörgu H. Bjarnason, kennara og skólastýru við Kvennaskólann í Reykjavík. Bréfin innihalda beinar og óbeinar ástarjátningar en í greininni er rýnt í þá merkingu sem hægt er að leggja í orð þeirra stallsystra og þau hugtök sem stóðu konum til boða þegar þær skilgreindu ást sína á öðrum konum. Þá er kvennahreyfingin á Íslandi skoðuð með sérstakri áherslu á Kvennaskólann í Reykjavík í því augnamiði að varpa ljósi á samtvinnun samkynja ásta og fyrstu bylgju femínisma á Íslandi, líkt og átti sér stað í Evrópu og Norður-Ameríku. Einnig hvernig eins konar andófsrými myndaðist bæði á starfsvettvangi kennara og í Kvennaskólanum, sem gerði það óumflýjanlega að verkum að sumar konur beindu ástaraugum sínum fyrst og fremst að öðrum konum. Dregnar eru fram rannsóknir sem sýna að kvennaskólar og kvennahreyfingin gegndu mikilvægu hlutverki í að móta hinseginleika kvenna í Evrópu og Norður-Ameríku um aldamótin 1900 og spurt er hvort því hafi verið eins farið á Íslandi.