z-logo
open-access-imgOpen Access
Á valdi ástarinnar. Markaðslegur tilgangur og félagslegt taumhald hugmyndarinnar um rómantíska ást
Author(s) -
Brynhildur Björnsdóttir,
Sesselja Ómarsdóttir
Publication year - 2021
Publication title -
ritið
Language(s) - Danish
Resource type - Journals
eISSN - 2298-8513
pISSN - 1670-0139
DOI - 10.33112/ritid.21.2.2
Subject(s) - physics , chemistry , crystallography
Í greininni er fjallað um hugmyndina um rómantíska ást eins og hún birtist í vestrænni menningu frá því á fyrri hluta tuttugustu aldar og til okkar daga. Spurt er hvort þróun hennar tengist auknu pólitísku og félagslegu valdi kvenna á tuttugustu öld og þeirri röskun sem í kjölfarið varð á valdajafnvægi kynjanna. Hugmyndin um vald rómantískrar ástar er rótgróin í menningu vestrænna samfélaga þar sem hún hefur lengi verið táknmynd frelsis en er í dag notuð til að markaðssetja og selja varning, vörumerki og hugmyndafræði. Rómantísk ást er einnig mikilvægur drifkraftur kynjakerfisins. Þar gengur ástarkraftur kaupum og sölum á markaðstorgi þar sem hallar mjög á annað kynið. Í greininni er sjónum beint að ýmsu dægurefni sem setur ástina og einkum hlutverk kvenna í forgrunn, þar á meðal kvikmyndum og sjónvarpsefni. Efnið er greint með aðferðum orðræðugreiningar og stuðst við kenningar Evu Illouz um hagræn áhrif markaðssetningar á rómantískri ást í ljósi kenninga Horkheimer og Adorno um menningariðnaðinn. Einnig eru tengsl slíkrar markaðssetningar við kenningar Önnu Guðrúnar Jónasdóttur um ástarkraftinn könnuð.

The content you want is available to Zendy users.

Already have an account? Click here to sign in.
Having issues? You can contact us here