
Kóralína og mæður hennar: Um vandkvæði þess að skipta um móður í Kóralínu eftir Neil Gaiman
Author(s) -
Dagný Kristjánsdóttir
Publication year - 2021
Publication title -
ritið
Language(s) - Danish
Resource type - Journals
eISSN - 2298-8513
pISSN - 1670-0139
DOI - 10.33112/ritid.21.1.5
Subject(s) - creed , physics , chemistry , theology , philosophy
Í greininni er fjallað um nútímaævintýrið Coraline (2002). Kenningarammi sálgreiningarinnar hefur verið áberandi í fræðilegri umræðu um þessa bók frá upphafi og þessi grein er engin undantekning frá því aðallega er byggt á kenningum Sigmunds Freud um „hið ókennilega“ og Juliu Kristevu um „úrkastið“ auk femínískrar gagnrýni Barböru Creed á „the monstrous feminine“. Fjallað verður um samband mæðra og dætra í bókinni og þroskasögu Kóralínu sem er ellefu ára telpa að brjótast undanvaldi móður sinnar. Sú uppreisn fer fram í stórkostlegri sviðsmynd þar sem „hinmóðirin“, illviljuð og gráðug, ræður ríkjum. Niðurstaða Kóralínu er að hin raunverulega móðir, „nógu góða móðirin“, sé allt sem telpa þarf.