
Látið flæða: Deleuze og Guattari andspænis Ödipusarlíkani Freuds
Author(s) -
Björn Þorsteinsson
Publication year - 2021
Publication title -
ritið
Language(s) - Uncategorized
Resource type - Journals
eISSN - 2298-8513
pISSN - 1670-0139
DOI - 10.33112/ritid.21.1.3
Subject(s) - humanities , deleuze and guattari , philosophy , art , epistemology
Sálgreining að hætti Sigmunds Freuds og Jacques Lacans hefur lengi verið mikill áhrifavaldur í franskri heimspeki. Í þessari grein er hugað að þeirri heimspekilegu gagnrýni sem Gilles Deleuze og Félix Guattari beindu að sálgreiningunni, einkum hugmyndinni um Ödipusarduldina og meðfylgjandi (ofur)áherslu á samband föður, móður og barns. Markmiðið er að komast til botns í því hvað vakir fyrir Deleuze og Guattari með gagnrýni sinni. Hvað er bogið við áherslu sálgreiningarinnar á Ödipusarduldina og þríhyrning móður, föður og barns, hvers vegna er mikilvægt að gagnrýna þessa áherslu og hvað á að koma í staðinn? Tekist er á við þessar spurningar með umræðu um lykilatriði á borð við tvíhyggju hvatalífsins hjá Freud, hugmyndir um siðfræði og siðferði sem Deleuze sækir til Spinoza, og að lokum hugmyndir Deleuze og Guattari um frjálst flæði – eða frjálsa framleiðslu – hins dulvitaða, líkamlega eða efnislega, sem þeir tengdu við kleyfhugasýki og greiningaraðferðina kleyfgreiningu.