z-logo
open-access-imgOpen Access
Látið flæða: Deleuze og Guattari andspænis Ödipusarlíkani Freuds
Author(s) -
Björn Þorsteinsson
Publication year - 2021
Publication title -
ritið
Language(s) - Uncategorized
Resource type - Journals
eISSN - 2298-8513
pISSN - 1670-0139
DOI - 10.33112/ritid.21.1.3
Subject(s) - humanities , deleuze and guattari , philosophy , art , epistemology
Sálgreining að hætti Sigmunds Freuds og Jacques Lacans hefur lengi verið mikill áhrifavaldur í franskri heimspeki. Í þessari grein er hugað að þeirri heimspekilegu gagnrýni sem Gilles Deleuze og Félix Guattari beindu að sálgreiningunni, einkum hugmyndinni um Ödipusarduldina og meðfylgjandi (ofur)áherslu á samband föður, móður og barns. Markmiðið er að komast til botns í því hvað vakir fyrir Deleuze og Guattari með gagnrýni sinni. Hvað er bogið við áherslu sálgreiningarinnar á Ödipusarduldina og þríhyrning móður, föður og barns, hvers vegna er mikilvægt að gagnrýna þessa áherslu og hvað á að koma í staðinn? Tekist er á við þessar spurningar með umræðu um lykilatriði á borð við tvíhyggju hvatalífsins hjá Freud, hugmyndir um siðfræði og siðferði sem Deleuze sækir til Spinoza, og að lokum hugmyndir Deleuze og Guattari um frjálst flæði – eða frjálsa framleiðslu – hins dulvitaða, líkamlega eða efnislega, sem þeir tengdu við kleyfhugasýki og greiningaraðferðina kleyfgreiningu.

The content you want is available to Zendy users.

Already have an account? Click here to sign in.
Having issues? You can contact us here