z-logo
open-access-imgOpen Access
Syndauppgjör í skáldsögunni Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur
Author(s) -
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir
Publication year - 2020
Publication title -
ritið
Language(s) - Uncategorized
Resource type - Journals
eISSN - 2298-8513
pISSN - 1670-0139
DOI - 10.33112/ritid.20.3.6
Subject(s) - physics
Skáldsagan Ég man þig (2010) eftir Yrsu Sigurðardóttur er flókin samsetning því hún tvinnar saman draugasögu, spennusögu og glæparáðgátu, en á mótum þessara frásagnargerða er þematísk þungamiðja sögunnar sem felst í hugleiðingu um mikilvægi þess að gangast við syndum sínum og horfast í augu við eigin forgengileik.Tryggðarheitið úr minningarbókum skólastúlkna á síðustu öld, „ég man þig“, verður að ógnvekjandi ávarpi draugs sem er ötull við að knýja á þá sem hann telur eiga óuppgerðar syndir, en ávarp dauðans var samkvæmt kristinni miðaldahefð „mundu mig“: memento mori. Skáldsagan er jafnframt aldarspegill á þá siðferðislegu upplausn sem helsta hagsældarartímabil íslenska lýðveldisins leiddi af sér.

The content you want is available to Zendy users.

Already have an account? Click here to sign in.
Having issues? You can contact us here