
Að treysta sérfræðingum. Hvar, hvenær og hvers vegna?
Author(s) -
Finnur Dellsén
Publication year - 2020
Publication title -
ritið
Language(s) - Uncategorized
Resource type - Journals
eISSN - 2298-8513
pISSN - 1670-0139
DOI - 10.33112/ritid.20.3.10
Subject(s) - art
Til þess að sérfræðingar geti þjónað hlutverki sínu þarf fólk að treysta þeim þegar sérfræðingarnir tjá sig um sitt sérsvið. Á hinn bóginn virðist líka eftirsóknarvert að hugsa sjálfstætt og gagnrýnið um niðurstöður sérfræðinga – að trúa ekki endilega því sem manni er sagt. Ég ætla að velta þessari togstreitu fyrir mér og reyna að svara fjórum nátengdum spurningum: (1) Hvað felst eiginlega í því að treysta sérfræðingum? (2) Hvers vegna þurfum við oft að treysta sérfræðingum? (3) Hvaða sérfræðingum eigum við helst að treysta, og í hvaða kringumstæðum? (4) Og í hvaða kringumstæðum er mikilvægt að við hugsum gagnrýnið og komumst sjálf að rökstuddri niðurstöðu?