
Hans ær og kýr. Höfundareinkenni Bergsveins Birgissonar
Author(s) -
Kjartan Már Ómarsson
Publication year - 2020
Publication title -
ritið
Language(s) - Uncategorized
Resource type - Journals
eISSN - 2298-8513
pISSN - 1670-0139
DOI - 10.33112/ritid.20.2.7
Subject(s) - humanities , physics , art
Í greinninni er litið yfir höfundarferil Bergsveins Birgissonar allt frá árinu 1992 til 2010. Þá er sér í lagi vikið að þremur skáldsögum hans sem komu út á tæpum áratug, Landslag er aldrei asnalegt (2003), Handbók um hugarfar kúa (2009) og Svar við bréfi Helgu (2010) og dregin fram þau höfundareinkenni sem segja má að einkenni skrif Bergsveins á þessum árum. Litið er lauslega yfir sögu höfundarfræðanna í þeim tilgangi og dreginn fram rauður þráður sem segja má að bindi þessar skáldsögur saman. Niðurstaðan er sú að skáldleg notkun á tungumáli, þemu um brostnar fjölskyldur, þunglyndi og einangrun og gagnrýnn tónn um íslensk þjóðmál hverfist um þá höfundarmiðju sem Bergsveinn staðsetur sig í á tímabilinu.