
Sjónarspil tegundanna: Hvalurinn í öllum sínum (líf) myndum
Author(s) -
Æsa Sigurjónsdóttir
Publication year - 2020
Publication title -
ritið
Language(s) - Danish
Resource type - Journals
eISSN - 2298-8513
pISSN - 1670-0139
DOI - 10.33112/ritid.20.1.2
Subject(s) - physics , humanities , art
Myndir af hvölum hafa lítt verið rannsakaðar jafnvel þótt þær séu mikilvægar heimildir um þekkingu á tegundunum og þróun iðnvæðingar í hvalveiðum. Þessi grein er þverfræðileg tilraun til að kanna hvernig hvalir eru – og hafa verið myndgerðir og hvernig listamenn gagnrýna ímyndir ráðandi sjónmenningar. Sýnt er fram á hvernig lífvaldið hefur mótað myndir og hvernig upplýsingatæknisamfélagið umbreytir myndgerð samtímans. Að lokum verður skoðað hvernig ný sýn á umhverfismál hefur skapað forsendur til að túlka myndir út frá sjónarhorni umhyggjusiðfræði.