z-logo
open-access-imgOpen Access
Að fanga fagurferðilegt gildi landslags: Þróun aðferðafræði í rannsóknum við mat á landslagi
Author(s) -
Edda Ruth Hlín Waage,
Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Publication year - 2019
Publication title -
ritið
Language(s) - Danish
Resource type - Journals
eISSN - 2298-8513
pISSN - 1670-0139
DOI - 10.33112/ritid.19.3.5
Subject(s) - scanning electron microscope , physics , chemistry , materials science , composite material
Í þessari grein er fjallað um þverfaglega rannsókn á fagurferðilegu gildi landslags sem unnin er á sviði umhverfishugvísinda. Til að varpa ljósi á samhengi og aðdraganda þeirrar rannsóknar er í fyrstu rakin saga landslagsrannsókna á Íslandi frá aldamótunum 2000, en frá þeim tíma hefur hugtakið landslag fest sig í sessi sem eitt af þeim viðmiðum sem horfa þarf til í ákvörðunum er varða skipulagsmál og landnýtingu. Innan háskólasamfélagsins og á verkfræðistofum hefur markvisst verið unnið að því að þróa aðferðir sem þjóna þeim tilgangi, en nokkuð hefur skort á samtal þar á milli, sem og sameiginlegan hugtakaskilning. Í þeirri rannsókn sem hér er fjallað um er þróuð ný aðferðafræði sem byggir á þeim hugtakaskilningi sem höfundar hafa leitt fram með fyrirbærafræðilegri nálgun innan heimspeki og mannvistarlandfræði. Hér eru dregnir fram valdir þættir hins fagurferðilega gildis og um þá fjallað í ljósi kenninga í náttúrufagurfræði, en umfjöllunin er angi stærri rannsóknar sem unnin var fyrir faghóp I í Rammaáætlun. Með þessari grein er varpað ljósi á gildi rannsókna á sviði umhverfishugvísinda þegar kemur að stjórnsýslulegum ákvörðunum er varða umhverfismál.

The content you want is available to Zendy users.

Already have an account? Click here to sign in.
Having issues? You can contact us here