
Allur er varinn góður: Orðið 'hvað' sem orðræðuögn
Author(s) -
Þóra Björk Hjartardóttir
Publication year - 2020
Publication title -
orð og tunga
Language(s) - Uncategorized
Resource type - Journals
eISSN - 2547-7218
pISSN - 1022-4610
DOI - 10.33112/ordogtunga.22.2
Subject(s) - physics
Orðmyndina hvað má í íslensku talmáli skjóta inn í miðja lotu einkum á undan tölum eða öðrum orðum fyrir tíma eða magn en einnig á undan sértækum heitum, sbr. eftirfarandi dæmi úr talmálsgagnagrunninum ÍSTAL: 1) en ég hef einmitt er með hvað tuttuguogeinstommu skjá niðri í vinnu og 2) það heitir (þa-) ((skark)) (m-) eða þarna (niðr-) (það) sem var niðri í bæ hvað þarna Mjölnisholt. Fella má hvað burt án þess að það hafi nein áhrif á merkingarlegt inntak segðarinnar en orðið er hér notað sem orðræðuögn og gegnir samræðulegu hlutverki í þessari stöðu. Ögnin er liður í mállegu aðgerðinni lagfæringu sem beinist að því leysa úr vanda sem upp hefur komið í flæði samtalsins eins og þegar mælandi man ekki orð eða er ekki alveg fullviss um sannleiksgildi orða sinna, eins og á við um ögnina hvað hér. Færð eru rök fyrir því að meginhlutverk agnarinnar hvað sé varnagli: merki um að minni háttar ósamræmi kunni að vera milli þess sem sagt er og þess sem er í raun, sjá (1), og annað hlutverk hennar, sem birtist á undan heitum, sé orðaleit, sjá (2).