z-logo
open-access-imgOpen Access
Allur er varinn góður: Orðið 'hvað' sem orðræðuögn
Author(s) -
Þóra Björk Hjartardóttir
Publication year - 2020
Publication title -
orð og tunga
Language(s) - Uncategorized
Resource type - Journals
eISSN - 2547-7218
pISSN - 1022-4610
DOI - 10.33112/ordogtunga.22.2
Subject(s) - physics
Orðmyndina hvað má í íslensku talmáli skjóta inn í miðja lotu einkum á undan tölum eða öðrum orðum fyrir tíma eða magn en einnig á undan sértækum heitum, sbr. eftirfarandi dæmi úr talmálsgagnagrunninum ÍSTAL: 1) en ég hef einmitt er með hvað tuttuguogeinstommu skjá niðri í vinnu og 2) það heitir (þa-) ((skark)) (m-) eða þarna (niðr-) (það) sem var niðri í bæ hvað þarna Mjölnisholt. Fella má hvað burt án þess að það hafi nein áhrif á merkingarlegt inntak segðarinnar en orðið er hér notað sem orðræðuögn og gegnir samræðulegu hlutverki í þessari stöðu. Ögnin er liður í mállegu aðgerðinni lagfæringu sem beinist að því leysa úr vanda sem upp hefur komið í flæði samtalsins eins og þegar mælandi man ekki orð eða er ekki alveg fullviss um sannleiksgildi orða sinna, eins og á við um ögnina hvað hér. Færð eru rök fyrir því að meginhlutverk agnarinnar hvað sé varnagli: merki um að minni háttar ósamræmi kunni að vera milli þess sem sagt er og þess sem er í raun, sjá (1), og annað hlutverk hennar, sem birtist á undan heitum, sé orðaleit, sjá (2).

The content you want is available to Zendy users.

Already have an account? Click here to sign in.
Having issues? You can contact us here