z-logo
open-access-imgOpen Access
Menntun og þátttaka í nýju landi: Reynsla innflytjenda, flóttafólks og skóla
Author(s) -
Hanna Ragnarsdóttir
Publication year - 2020
Publication title -
tímarit um uppeldi og menntun
Language(s) - Ngandi
Resource type - Journals
eISSN - 2298-8408
pISSN - 2298-8394
DOI - 10.24270/tuuom.2019.28.7
Subject(s) - physics , humanities , art
Fólki af erlendum uppruna hefur fjölgað mjög á Íslandi undanfarna áratugi. Menntakerfi gegna mikilvægu hlutverki við aðlögun barna og ungmenna að nýju samfélagi og við að stuðla að lýðræðislegri þátttöku þeirra. Markmið þessarar yfirlitsgreinar er að varpa ljósi á helstu niðurstöður nýlegra rannsókna höfundar og samstarfsfólks um málefni barna og ungmenna af erlendum uppruna. Fjallað er um reynslu innflytjenda og flóttafólks af menntun og þátttöku í íslensku samfélagi, reynslu kennara og stjórnenda af menntun barna og ungmenna af ólíkum uppruna, hvernig skólastarf hefur þróast til að mæta þörfum sífellt fjölbreyttari nemendahópa og hvaða leiðir eru færar í menntun fjölbreyttra hópa. Niðurstöður rannsóknanna benda til þess að mörg barnanna og ungmennanna hafi upplifað ýmsa erfiðleika í íslenskum skólum og frístundastarfi. Þrátt fyrir margs konar styrkleika sem þau telja sig hafa eiga þau í erfiðleikum með að læra íslensku og að tengjast íslenskum jafnöldrum. Samskipti heimila og skóla eru í sumum tilvikum ómarkviss og ófullnægjandi. Ein þessara rannsókna varpar þó ljósi á fjölmörg dæmi um öflugt og gott skólastarf, að nokkru leyti í anda fjölmenningarlegrar menntunar, þar sem áhersla er á lýðræðislega þátttöku og þar sem börnum og ungmennum af erlendum uppruna vegnar vel.

The content you want is available to Zendy users.

Already have an account? Click here to sign in.
Having issues? You can contact us here