
Hvað er sjálfstjórnun og hvaða þýðingu hefur hún fyrir þroska barna og ungmenna?
Author(s) -
Steinunn Gestsdóttir,
Jóhanna Cortes Andrésdóttir
Publication year - 2020
Publication title -
tímarit um uppeldi og menntun
Language(s) - Uncategorized
Resource type - Journals
eISSN - 2298-8408
pISSN - 2298-8394
DOI - 10.24270/tuuom.2019.28.12
Subject(s) - physics
Gríðarleg fjölgun hefur orðið á rannsóknum á sjálfstjórnun (e. self-regulation) á síðustu áratugum. Rannsóknir sem sprottnar eru úr margvíslegum fræðilegum grunni hafa sýnt að geta barna, ungmenna og fullorðinna til að stýra eigin hugsun, hegðun og tilfinningum stuðlar að heilbrigðum þroska á fjölmörgum sviðum lífsins, allt frá samskiptum til námsgengis og heilsufars. Því liggur fyrir mikil þekking um þetta hugtak en í ljósi þess að skilgreiningar eru mismunandi er sú þekking brotakennd og erfitt að gefa einfalda, skýra mynd af stöðu hennar. Markmið greinarinnar er að gefa mynd af því hvað felst í hugtakinu sjálfstjórnun og rekja stuttlega hvernig það tengist þroska barna og ungmenna. Hugtakið sjálfstjórnun verður skilgreint, því lýst hvernig það skarast við ýmis tengd hugtök, og greinist frá þeim, svo sem sjálfsaga og ADHD, muninum á sjálfstjórnun barna og ungmenna verður lýst og greint frá rannsóknum sem skýra hvaða tengsl sjálfstjórnun hefur við farsælan þroska barna og ungmenna.