
Frá útilokun til valkvæðrar þátttöku: Feður í uppeldisritum 1846–2010
Author(s) -
Ingólfur V. Gíslason
Publication year - 2018
Publication title -
tímarit um uppeldi og menntun
Language(s) - Ngandi
Resource type - Journals
eISSN - 2298-8408
pISSN - 2298-8394
DOI - 10.24270/tuuom.2018.27.2
Subject(s) - physics , art
Hugmyndir um föður- og móðurhlutverkið skipta meginmáli fyrir stöðu og möguleika karla og kvenna. Samfélagslegir þættir þeirra hlutverka eru breytingum háðir og hvíla meðal annars á þeim félagslegu römmum sem konum og körlum eru settir og samfélagslegri orðræðu. Í þessari grein er fjallað um það hvernig föðurhlutverkið birtist í bókum og bæklingum sem út komu á Íslandi frá 1846 til 2010 og fjalla um meðgöngu, fæðingu og umönnun ungbarna. Þrjú megintímabil birtast, sem einkennast af fjarveru föður, aðstoðarmannsstöðu hans og loks virkri þátttöku í ferlinu. Jafnframt má sjá að faðirinn er þó aldrei jafngildur umönnunaraðili, hann er á hliðarlínunni en móðirin er hið sjálfgefna foreldri.