z-logo
open-access-imgOpen Access
Mat kennara á félagslegum tengslum í grunnskólum og samband þeirra við námsárangur og starfshætti
Author(s) -
Amalía Björnsdóttir,
Börkur Hansen
Publication year - 2018
Publication title -
tímarit um uppeldi og menntun
Language(s) - Ngandi
Resource type - Journals
eISSN - 2298-8408
pISSN - 2298-8394
DOI - 10.24270/tuuom.2017.26.6
Subject(s) - physics
Í þessari grein er dregin upp mynd af félagslegum tengslum kennara í 20 íslenskum grunnskólum. Nýtt voru gögn sem safnað var í rannsóknarverkefninu Starfshættir í íslenskum grunnskólum frá kennurum og foreldrum í 20 grunnskólum auk gagna frá Menntamálastofnun um niðurstöður á samræmdum prófum. Búinn var til kvarði, sem metur félagsleg tengsl á grundvelli svara 440 kennara við tíu spurningum í umfangsmeiri spurningalista. Niðurstöður sýna að meirihluti kennara telur félagsleg tengsl í sínum skóla vera mikil. Ekki fannst samband milli félagslegra tengsla og árangurs á samræmdum prófum. Kennarar í heildstæðum grunnskólum, þar sem félagsleg tengsl voru mikil, lögðu frekar miserfið verkefni fyrir nemendur en kennarar í grunnskólum þar sem félagsleg tengsl voru minni, en ekki var algengara að þeir legðu fyrir verkefni eftir áhuga nemenda. Foreldrar barna í grunnskólum þar sem félagsleg tengsl voru mikil voru ánægðari með skólana en foreldrar í skólum þar sem þau voru að meðaltali minni.

The content you want is available to Zendy users.

Already have an account? Click here to sign in.
Having issues? You can contact us here