
Mat kennara á félagslegum tengslum í grunnskólum og samband þeirra við námsárangur og starfshætti
Author(s) -
Amalía Björnsdóttir,
Börkur Hansen
Publication year - 2018
Publication title -
tímarit um uppeldi og menntun
Language(s) - Ngandi
Resource type - Journals
eISSN - 2298-8408
pISSN - 2298-8394
DOI - 10.24270/tuuom.2017.26.6
Subject(s) - physics
Í þessari grein er dregin upp mynd af félagslegum tengslum kennara í 20 íslenskum grunnskólum. Nýtt voru gögn sem safnað var í rannsóknarverkefninu Starfshættir í íslenskum grunnskólum frá kennurum og foreldrum í 20 grunnskólum auk gagna frá Menntamálastofnun um niðurstöður á samræmdum prófum. Búinn var til kvarði, sem metur félagsleg tengsl á grundvelli svara 440 kennara við tíu spurningum í umfangsmeiri spurningalista. Niðurstöður sýna að meirihluti kennara telur félagsleg tengsl í sínum skóla vera mikil. Ekki fannst samband milli félagslegra tengsla og árangurs á samræmdum prófum. Kennarar í heildstæðum grunnskólum, þar sem félagsleg tengsl voru mikil, lögðu frekar miserfið verkefni fyrir nemendur en kennarar í grunnskólum þar sem félagsleg tengsl voru minni, en ekki var algengara að þeir legðu fyrir verkefni eftir áhuga nemenda. Foreldrar barna í grunnskólum þar sem félagsleg tengsl voru mikil voru ánægðari með skólana en foreldrar í skólum þar sem þau voru að meðaltali minni.