z-logo
open-access-imgOpen Access
Kennsluaðferðir í 130 kennslustundum í framhaldsskólum
Author(s) -
Ingvar Sigurgeirsson,
Elsa Eiríksdóttir,
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
Publication year - 2020
Publication title -
netla
Language(s) - Ngandi
Resource type - Journals
ISSN - 1670-0244
DOI - 10.24270/serritnetla.2019.9
Subject(s) - chemistry
Í þessari grein er brugðið upp mynd af kennsluaðferðum sem framhaldsskólakennarar notuðu í 130 kennslustundum og því hvaða aðferðir voru algengastar í ólíkum námsgreinum eða námsgreinasviðum. Gerð er grein fyrir ýmsum líkönum sem hafa verið notuð við að flokka kennsluaðferðir, svo sem flokkun í kennarastýrðar (e. teacher-centered) eða nemendamiðaðar (e. student-centered) aðferðir og flokkun eftir því hvers konar kenningaramma um nám aðferðirnar byggjast á. Líkan sem hefur birst í bókinni Litróf kennsluaðferðanna var notað til að greina kennsluaðferðirnar og var einnig lagt mat á notagildi þess. Rannsóknargögn voru vettvangslýsingar úr 130 kennslustundum sem fylgst var með í rannsókninni Starfshættir í framhaldsskólum á árunum 2013 og 2014. Langflestar kennsluaðferðirnar féllu í tvo flokka, það er útlistunarkennslu annars vegar og þjálfunaræfingar og skrifleg verkefni hins vegar. Kennsluaðferðir voru nokkuð ólíkar eftir greinum og skáru íslenska og iðn- og starfsnámsgreinar sig talsvert úr fyrir fjölbreytni aðferða. Einsleitust var kennslan í stærðfræði. Í ljós kom að líkanið sem lagt var upp með til að skoða kennsluaðferðirnar náði betur yfir vel skilgreindar aðferðir en þær stundir þar sem beitt var flóknum eða samsettum aðferðum. Greining á kennsluaðferðum hefur hagnýtt gildi með tilliti til stefnumörkunar og notkunar í kennaramenntun, og fræðilegt gildi í umræðu um kennsluaðferðir og flokkun þeirra.

The content you want is available to Zendy users.

Already have an account? Click here to sign in.
Having issues? You can contact us here