
„Það er ekki til ein uppskrift“ Fyrsta ár flóttabarna í leikskólum í þremur sveitarfélögum á Íslandi
Author(s) -
Hanna Ragnarsdóttir
Publication year - 2020
Publication title -
netla
Language(s) - Ngandi
Resource type - Journals
ISSN - 1670-0244
DOI - 10.24270/serritnetla.2019.36
Subject(s) - physics , humanities , art
Árið 2016 kom hópur sýrlenskra kvótaflóttafjölskyldna til Íslands frá Líbanon og settist að í þremur sveitarfélögum (Stjórnarráð Íslands, 2019). Markmið rannsóknarinnar, sem hófst síðla árs 2016 og er langtímarannsókn, eru að athuga reynslu flóttabarna og foreldra þeirra af leik- og grunnskólastarfi og frístundastarfi; og að athuga reynslu stjórnenda og kennara í skólum og frístundaheimilum af móttöku barnanna, skipulagi náms og samstarfi við foreldrana. Í greininni er fjallað um þær niðurstöður rannsóknarinnar er snúa að reynslu starfsfólks leikskóla af móttöku og starfi með flóttabörnum úr hópnum og foreldrum þeirra fyrsta árið. Fræðilegur grunnur rannsóknarinnar er í gagnrýnum sjónarhornum á menntun og skólastarf (Banks, 2013; May og Sleeter, 2010; Nieto, 2010) og fjöltyngismenntun til félagslegs réttlætis (Chumak-Horbatsch, 2012; Cummins, 2004; Skutnabb-Kangas, Phillipson, Mohanty og Panda, 2009). Gagnrýnin sjónarhorn á menntun og skólastarf og fjöltyngismenntun til félagslegs réttlætis eru mikilvæg tæki til að varpa gagnrýnu ljósi á reynslu barna af menntun og leggja til umbætur. Gagna var aflað með hálfstöðluðum viðtölum við starfsfólk sex leikskóla. Niðurstöður benda til þess að börnunum vegni vel í leikskólunum og samstarf við foreldra gangi almennt vel, ekki síst vegna góðs undirbúnings fyrir komu flóttabarnanna. Það eru þó ærin verkefni sem leikskólarnir standa frammi fyrir, og snerta m.a. ólík tungumál og menningu.