z-logo
open-access-imgOpen Access
Margbrotið hlutverk leiklistarkennarans í kennslu leiklistar í tengslum við innleiðingu á leiklist
Author(s) -
Rannveig Björk Þorkelsdóttir
Publication year - 2018
Publication title -
netla
Language(s) - Ngandi
Resource type - Journals
ISSN - 1670-0244
DOI - 10.24270/serritnetla.2019.20
Subject(s) - physics , art
Viðfangsefni þessarar greinar er að varpa ljósi á og dýpka skilning á leiklistarkennslu í grunnskóla við innleiðingu leiklistar sem fags. Greinin byggist á doktorsritgerð höfundar frá árinu 2016. Bakgrunnur doktorsverkefnisins er sá að árið 2013 kom út ný aðalnámskrá grunnskóla fyrir tiltekin greinasvið og var leiklist þá skilgreind sem sérstakt listfag í fyrsta skipti. Viðfangsefni og rannsóknarspurning verkefnisins var eftirfarandi: Hvernig er staðið að innleiðingu leiklistar í grunnskólum á Íslandi? Rannsóknin var byggð á eigindlegri rannsóknarhefð og fellur undir etnógrafíska rannsókn á grunni félags- og menningarkenninga. Markmið etnógrafíunnar er að leitast við að skoða og skilja sjónarhorn þeirra sem rannsakaðir eru. Veturinn 2013– 2014 heimsótti ég tvo skóla í Reykjavík, Brekkuskóla (5. bekkur) og Fjallaskóla (6. bekkur), og fylgdist þar með tveimur kennurum kenna leiklist. Niðurstöðurnar eru kynntar með menningarlegu portretti, þykkum lýsingum og í gegnum narratívu. Kenningar Stephen Kemmis og Peter Grootenboer „practice architectures“ eru hafðar að leiðarljósi í rannsóknarvinnunni. Ég grandskoðaði menningu skólanna með tilliti til kenninga Stephen Kemmis um arkitektúr og vistfræði starfshátta. Niðurstöður rannsóknarinnar kalla á breytingar í faglegri þróun leiklistarkennarans. Enn fremur kallar rannsóknin á endurskilgreiningu leiða til að styðja starfsþróun leiklistarkennarans og breyta kennsluháttum hans, nemendum til góða.

The content you want is available to Zendy users.

Already have an account? Click here to sign in.
Having issues? You can contact us here