z-logo
open-access-imgOpen Access
Margbreytileiki brotthvarfsnemenda
Author(s) -
Kristjana Stella Blöndal,
Atli Hafþórsson
Publication year - 2020
Publication title -
netla
Language(s) - Uncategorized
Resource type - Journals
ISSN - 1670-0244
DOI - 10.24270/serritnetla.2019.11
Subject(s) - physics , nuclear chemistry , chemistry
Ungmenni sem ekki ljúka framhaldsskóla standa verr að vígi á vinnumarkaði og eru líklegri til að eiga í ýmsum félagslegum og heilsutengdum vanda síðar meir. Brotthvarf úr framhaldsskóla er mikið á Íslandi samanborið við önnur OECD ríki. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að greina ólíka hópa nemenda sem hætta í framhaldsskóla, en rannsóknir á þessu sviði eru gagnrýndar fyrir að líta á brotthvarfsnemendur sem einsleitan hóp. Rannsókn sem þessi hefur ekki verið gerð áður á Íslandi og mun varpa mikilvægu ljósi á mismunandi einkenni þeirra sem hverfa frá námi. Um er að ræða yfirgripsmikla langtímarannsókn sem byggist á spurningakönnun, upplýsingum um námsárangur í 10. bekk og námsferil í framhaldsskóla. Hún hófst árið 2007 og nær til 3.470 nemenda á aldrinum 16 til 20 ára úr öllum almennum framhaldsskólum landsins. Úrvinnsla byggist á klasagreiningu. Athyglinni er beint að skuldbindingu framhaldsskólanemenda til náms og skóla, líðan þeirra og fyrri námsárangri. Niðurstöður benda til þess að greina megi fjóra ólíka brotthvarfshópa; félagslynda, fráhverfa, vanmegnuga í námi og í vanlíðan. Rannsóknin varpar ljósi á mikilvægi þess að í forvörnum og inngripi sé tekið mið af mismunandi einkennum brotthvarfsnemenda.

The content you want is available to Zendy users.

Already have an account? Click here to sign in.
Having issues? You can contact us here