Open Access
Margbreytileiki brotthvarfsnemenda
Author(s) -
Kristjana Stella Blöndal,
Atli Hafþórsson
Publication year - 2020
Publication title -
netla
Language(s) - Uncategorized
Resource type - Journals
ISSN - 1670-0244
DOI - 10.24270/serritnetla.2019.11
Subject(s) - physics , nuclear chemistry , chemistry
Ungmenni sem ekki ljúka framhaldsskóla standa verr að vígi á vinnumarkaði og eru líklegri til að eiga í ýmsum félagslegum og heilsutengdum vanda síðar meir. Brotthvarf úr framhaldsskóla er mikið á Íslandi samanborið við önnur OECD ríki. Meginmarkmið rannsóknarinnar er að greina ólíka hópa nemenda sem hætta í framhaldsskóla, en rannsóknir á þessu sviði eru gagnrýndar fyrir að líta á brotthvarfsnemendur sem einsleitan hóp. Rannsókn sem þessi hefur ekki verið gerð áður á Íslandi og mun varpa mikilvægu ljósi á mismunandi einkenni þeirra sem hverfa frá námi. Um er að ræða yfirgripsmikla langtímarannsókn sem byggist á spurningakönnun, upplýsingum um námsárangur í 10. bekk og námsferil í framhaldsskóla. Hún hófst árið 2007 og nær til 3.470 nemenda á aldrinum 16 til 20 ára úr öllum almennum framhaldsskólum landsins. Úrvinnsla byggist á klasagreiningu. Athyglinni er beint að skuldbindingu framhaldsskólanemenda til náms og skóla, líðan þeirra og fyrri námsárangri. Niðurstöður benda til þess að greina megi fjóra ólíka brotthvarfshópa; félagslynda, fráhverfa, vanmegnuga í námi og í vanlíðan. Rannsóknin varpar ljósi á mikilvægi þess að í forvörnum og inngripi sé tekið mið af mismunandi einkennum brotthvarfsnemenda.