z-logo
open-access-imgOpen Access
Samvirkni og samvinna í þróunar- og umbótastarfi
Author(s) -
Helga Sigríður Þórsdóttir,
Anna Kristín Sigurðardóttir
Publication year - 2020
Publication title -
netla
Language(s) - Ngandi
Resource type - Journals
ISSN - 1670-0244
DOI - 10.24270/netla.2020.2
Subject(s) - humanities , chemistry , nuclear chemistry , art
Samvirkni er af mörgum talin vera grundvöllur farsæls umbótastarfs sem leiðir til aukins árangurs í námi nemenda. Markmið rannsóknarinnar sem hér er til umfjöllunar er að öðlast skilning og þekkingu á því hvernig samvirkni í stefnumótun í skólamálum birtist í þremur sveitarfélögum á Íslandi, með því að varpa ljósi á samskiptaform og vinnubrögð sem gætu stuðlað að eflingu og varanleika umbótastarfs. Kastljósinu var beint að áhrifum stefnumótunar sveitarfélaga á umbótastarf í skólum og hvernig vinnubrögð við stefnumótun og innleiðingu gæti mögulega ýtt undir eða hindrað varanlegar umbætur í skólastarfi að mati fræðslustjóra, skólastjórnenda og kennara.Byggt er á kenningum um menntastjórnun sem hvetja til heiltækrar nálgunar til umbóta og eflingar forystu kennara svo drifkraftur þeirra og þekking nýtist í skólaþróun. Heiltæk nálgun tekur til flestra sviða skólastarfs og stuðlar að samvirkni (e. coherence) einstaka áhrifaþátta, t.d. námskrár og kennsluhátta. Raunveruleg völd sveitarfélaga felast í samspili við stjórnendur og kennara skólanna.Gagna var aflað með viðtölum við fræðslustjóra sveitarfélaganna, skólastjóra og meðlimi þróunarteyma þriggja skóla sömu sveitarfélaga. Einnig var rýnt í skólastefnur sveitarfélaganna og skólanna og ýmsar skýrslur um skólastarfið. Gögnin voru skoðuð með tilliti til þriggja þátta: (1) hvernig skólastefnan verður til, (2) hvaða aðferðir eru notaðar við innleiðingu hennar og (3) hvernig stefnan birtist í viðhorfum kennara og í skólastarfinu.Niðurstöður benda til að meiri líkur séu á samvirkni í þróunar- og umbótastarfi þar sem unnið er eftir hugmyndafræði um faglegt lærdómssamfélag, stjórnendur veita faglega forystu, kennarar eru hafðir með í ráðum og samskipti skóla við skólaskrifstofu og fræðslustjóra byggja á trausti og fagmennsku. Þar sem miðstýring er meiri spyrna kennarar frekar við fótum og upplifa skólastefnu sem kröfur um breytingar sem jafnvel samræmist ekki hugmyndum þeirra um fagmennsku.

The content you want is available to Zendy users.

Already have an account? Click here to sign in.
Having issues? You can contact us here