Open Access
Reynsla stjórnenda félagsmiðstöðva og frístundaheimila á tímum samkomubanns vegna COVID-19 vorið 2020
Author(s) -
Kolbrún Þ. Pálsdóttir,
Ársæll Arnarsson,
Steingerður Krisjánsdóttir
Publication year - 2021
Publication title -
netla
Language(s) - Ngandi
Resource type - Journals
ISSN - 1670-0244
DOI - 10.24270/serritnetla.2020.15
Subject(s) - physics , covid-19 , medicine , disease , pathology , infectious disease (medical specialty)
Í þessari grein er fjallað um hvaða áhrif samkomubann vegna COVID-19 hafði á starfsemi og þjónustu frístundaheimila og félagsmiðstöðva á Íslandi vorið 2020. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á viðhorf og reynslu stjórnenda af áhrifum samkomubanns á frístundastarf. Rafræn könnun fór fram 27. apríl til 26. maí 2020. Könnunin var send á netföng stjórnenda í frístundastarfi á höfuðborgarsvæðinu og á netföng alls starfsfólks grunnskóla á landinu. Svör 117 stjórnenda í frístundastarfi bárust, þar af voru stjórnendur frístundaheimila (N=69) og stjórnendur félagsmiðstöðva (N=48). Meirihluti svarenda starfaði á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður sýndu að starfsumhverfi félagsmiðstöðva og frístundaheimila á þessu tímabili var umtalsvert ólíkt. Þannig lá starfsemi flestra félagsmiðstöðva niðri að verulegu leyti þegar stjórnendum var gert að loka vegna samkomubanns, á meðan flest frístundaheimili tóku á móti börnum allan þennan tíma. Verulega dró þó úr mætingu barna á frístundaheimili og var rík áhersla lögð á vinnu með fámennari hópa og sóttvarnahólf. Stjórnendur frístundastarfs lögðu sig fram um að sýna sveigjanleika og frumkvæði til að viðhalda starfsemi fyrir börn og ungmenni. Engu að síður vekur áhyggjur að erfiðar gekk að virkja börn af erlendum uppruna til þátttöku á tímum samkomubanns. Mikilvægt er að þróa leiðir til að ná betur til ungmenna af erlendu bergi brotnu og ungmenna sem eru félagslega einangruð. Stjórnvöld verða að huga að leiðum til að stuðla að aðgengi barna og ungmenna að öflugu og vel skipulögðu frístundastarfi á tímum heimsfaraldurs. Veita þarf stjórnendum og starfsfólki frístundastarfs aukinn faglegan og hagnýtan stuðning.